RÚV greip til Svarta Péturs og hleypti Hildi áfram með Svölu, Daða og Aroni

Þrjú lög komust í kvöld áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Það eru lögin „Ég veit það“, í flutningi Svölu Björgvinsdóttur, „Hvað með það“, lag Daða Freys Péturssonar, og „Þú hefur dáleitt mig“ með Aroni Brink.

Lag tónlistarkonunnar Hildar, Bammbaramm, fór áfram sem sjöunda lagið, en RÚV er heimilt að grípa til svokallaðs Svarta Péturs (e. wild card) og hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, ef svo ber undir. Hún tók þátt í fyrri undankeppninni síðasta laugardag.

Hildur sendi RÚV formlega kvörtun í vikunni vegna mistaka í hljóðvinnslu í fyrri undankeppninni. Flytjendur lagsins Heim til þín voru einnig ósáttir við hljóðblöndunina í söngkeppninni en dagskrárstjóri RÚV sagði ekki standa til að bregðast sérstaklega við þessum kvörtunum, til dæmis með endurflutningi á lögunum.

Þrjú lög komust í í fyrri undankeppninni í viku. Það voru lögin Mér við hlið eftir Rúnar Eff Rúnarsson sem hann flytur sjálfur, Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson í flutningi Arons Hannesar Emilssonar og Til mín eftir Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem þau Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja.

Auglýsing

læk

Instagram