Sakar Adolf Inga um að skaða starfsemi Radio Iceland viljandi, spurð hvað hún væri að reykja

Wiktoria Joanna Ginter, fyrrverandi starfsmaður Radio Iceland, segir eiganda stöðvarinnar, Adolf Inga Erlingsson, gera allt sem í hans valdi stendur til að skaða starfsemi stöðvarinnar viljandi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Til stóð að loka Radio Iceland í sumar vegna rekstrarerfiðleika. Klukkutíma áður en hætta átti útsendingu var gengið frá samkomulagi við fjárfesti sem tryggði áframhaldandi rekstur stöðvarinnar um sinn.

Wiktoria rekur samskipti sín við Adolf Inga í Fréttablaðinu en hann neitar að tjá sig um málið. Hún hóf störf á stöðinni í apríl og segist hafa samið um að vinna launalaust þar til að stöðin rétti úr kútnum.

Wiktoria segir í Fréttablaðinu plötusnúða á Radio Iceland ekki hafa fengið skýr svör um framtíð útvarpsstöðvarinnar og að Adolf Ingi hafi sagt þeim að hann ætlaði sér að selja stöðina á næstunni.

Hún segir að um forsendubrest sé að ræða og sendi Adolf Inga reikning fyrir vinnu sinni á dögunum. Fréttablaðið greinir frá því að í svari við tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga vegna kröfunnar, sem var upp á tvær milljónir, spyrji hann hvað hún hafi verið að reykja [e. What have you been smoking?] og segi að ekkert samkomulag hafi verið þeirra á milli.

Loks segir hann í niðurlagi póstsins hann að hún megi „troða“ reikningnum [e. Take the invoices and shove them.].

Auglýsing

læk

Instagram