Samsett mynd fær hörð viðbrögð, blaðamaður grípur til varna fyrir myndvinnslumennina

Frétt Vísis um áhyggjur Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, af kampavínsklúbbunum svokölluðu eða súlustöðum hefur vakið mikla athygli í dag.

Fréttin er sú mest lesna á Vísi en Þorsteinn telur sig hafa rökstuddan grun um að ýmislegt vafasamt í gangi á þessum stöðum.

„Ég hef lengi haft áhyggjur af rekstri svokallaðra kampavínsklúbba og súlustaða margra hluta vegna. Ég hef haft spurnir af því að menn hafi verið féflettir á slíkum stöðum,“ segir hann í samtali við Vísi.

Þá hefur hann áhuga á stöðu starfsfólks þessara staða auk annars og hyggst óska eftir sérstakri umræðu á Alþingi um þessi mál.

Myndin sem fylgir fréttinni hefur einnig vakið mikla athygli og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin hafa verið svo hörð að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina, Jakob Bjarnar Grétarsson, sá sig knúinn til að grípa til varna fyrir myndvinnslumenn Vísis.

„It’s all in the eye of the beholder,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Þessi mynd segir einfaldlega: Þingmaðurinn er langt í frá ánægður með starfsemi sem þessa. Punktur.

Hann segir að þau sem vilji túlka hana á annan hátt séu úti á túni. „Eins og mér var bent á að einhver helsjúk grey á fjölmiðlanördum séu; fíkin í sinn daglega hneykslunarskammt eins og heróínistar í djönkið sitt,“ segir Jakob, ómyrkur í máli.

Auglýsing

læk

Instagram