Secret Solstice bætir við fullt af nýjum nöfnum, Die Antwoord og M.O.P koma fram

Hljómsveitirnar Die Antwoord og M.O.P eru á meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal í sumar. Fjölmörg ný nöfn voru tilkynnt í morgun en allan listann má sjá hér:

Die Antwoord [ZA] Flatbush Zombies [US] Art Department [CA] St Germain [FR] General Levy [UK] Slow Magic [US] M.O.P [US] Hjaltalín [IS] Infinity Ink [UK] Stacey Pullen [US] Troyboi [UK] Section Boyz [UK] Paranoid London [UK] Gísli Pálmi [IS] Novelist [UK] XXX Rottweiler [IS] Robert Owens [US] Maher Daniel [CA] Glacier Mafia [IS] Ocean Wisdom [UK] Reykjavíkurdætur [IS] Jack Magnet [IS] Nitin [CA] Problem Child [UK] Big Swing Soundsystem [UK] Lord Pusswhip & Svarti Laxness [IS] Wølffe [UK] KSF [IS] Tanya & Marlon [IS] Alexander Jarl [IS] Fox Train Safari [IS] Kristian Kjøller [DK] Tusk [IS] Geimfarar [IS] Marteinn [IS] ILO [IS] Sonur Sæll [IS] Brother Big [IS] Rob Shields [UK] Balcony Boyz [IS] Will Mills [UK]

Þegar hafði verið tilkynnt að hljómsveitirnar Radiohead, Deftones og Of Monsters and Men komi fram á hátíðinni. Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice segir í samtali við Fréttablaðið að þau séu hvergi hætt.

Við munum bæta við fleiri nöfnum þegar nær drengur og halda í hefð hátíðarinnar í tengslum við leynigest eða „secret act“. Það er gríðarlega gaman að koma tónleikagestum á óvart eins og við gerðum á síðasta ári með Busta Rhymes.

Hátíðin fer fram dagana 16. til 19. júní í Laugardalnum.

Auglýsing

læk

Instagram