Segir konur vega upp á móti líkamsburðum og fasi karla með hárgreiðslu, axlarpúðum og brjósthaldi

Tryggvi V. Líndal mannfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: „Kynlegur vandi kvenna“. Í greininni setur Tryggvi fram spaugilegar hugmyndir um konur og hvernig hann telur að þær reyni að vega upp á móti líkamsburðum og fasi karla.

Nú er ég enn að sjá nýjar hliðar á konum: Um daginn datt mér þetta í hug um samstarfsfólkið: Þegar ég horfi á konu sé ég manneskju sem er einkum fita og bein, en þegar ég horfi á karl er ég meðvitaðri um manneskju sem er vöðvar og lungu!

Þá segist Tryggvi hafa sagt við samstarfsstúlkurnar sínar að útlitstíska kvenna snerist í raun minna um kynþokka, og meira um að vera fyrirferðarmiklar eins og karlarnir, til að verða marktækari.

Hann færir eftirfarandi rök fyrir máli sínu: „Í háum hælum til að bæta upp fyrir hæðina, með fyrirferðarmikla hárgreiðslu til að bæta upp höfuðsmæðina, með axlarpúða til að útvíkka herðarnar, brjóstahald til að útvíkka bringusvipinn, augnskugga og stór gleraugu til að vega upp á móti beinameiri og því ábúðarmeiri augntóftum karla, og loks varalit til að keppa við kjálkastærð og skegg karla,“ skrifar Tryggvi og heldur áfram.

„Þá varð mér og spurn: getur verið að hvellar upphrópanir kvenna vegi á móti djúpum hljómmiklum karlaröddum, að naglalakk og langar neglur og handapat eigi að vega upp á móti handastærð karla, og að kvennapilsin eigi að fela að þær hafa engin útvortis kynfæri?“

Við vildum bara benda ykkur á þetta.

Auglýsing

læk

Instagram