Segist hafa skammast sín of mikið og verið of hræddur til að stíga fram fyrr

Auglýsing

Jimmy Bennett, leikarinn sem sakaði Asiu Argento um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar hann var 17 ára er búinn að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi skammast sín of mikið og að hann hafi verið of hræddur til þess að tala opinberlega um málið fyrr en nú.

Upphafleg var greint frá málinu í New York Times en þar kemur fram að Bennett hafi sakað Argento um að hafa beitt hann kynferðisofbeldi á hótelherbergi árið 2013, þá var hann 17 ára og hún 37 ára.

Sjá einnig: Argento neitar ásökunum unga leikarans: Segir að Bourdain hafi ráðlagt henni að borga honum

Bennett segir að áfallið hafi rifjast upp fyrir honum þegar að Argento sjálf steig fram sem fórnarlamb í máli Harvey Weinstein. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar að hann var undir lögaldri og að hann hafi reynt að takast á við það á hátt sem honum fannst viðeigandi á þeim tíma.

Auglýsing

Hann hafi ekki verið tilbúinn að takast á við það að saga hans yrði gerð opinber. „Á þessum tíma trúði ég því að það væru enn fordómar fyrir því að karlmenn væru að lenda í slíkum aðstæðum. Ég bjóst ekki við því að fólk myndi skilja það sem gerðist.”

„Ég hef þurft að yfirstíga margt í lífi mínu og nú er kominn tími á að takast á við þetta. Ég vill halda áfram með líf mitt og stíga úr þögninni,” segir hann.

Argento hefur neitað því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Bennett. Anthony Bourdain, kærasti hennar á þeim tíma, hafi ráðlagt henni að borga Bennett fyrir þögn hans til þess að forðast neikvæða athygli almennings.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram