Sex ára gömul Hrefna Sætran skrifaði bók um mann sem byrjaði að reykja og dó: „Mín leið til að segja pabba að hætta að reykja“

Þegar Hrefna Rósa Sætran, kokkur, var 6 ára gömul skrifaði hún bók og gaf hún pabba sínum í að gjöf. Bókina kallaði Hrefna, „Ljóð og saga um viðbjóð“ en hún er mjög dramatísk saga um 29 ára gamlan starfsmann í verksmiðju sem byrjaði að reykja með þeim afleiðingum að hann lést, þremur árum síðar. Hrefna opinberaði söguna á Instagram-síðu sinni í vikunni og fólk hefur þegar hvatt hana til að gefa bókina út.

Hrefna segir í samtali við Nútímann að hún hafi haft mikið dálæti af því að skrifa sögu og semja ljóð sem barn. Þessi bók hafi verið ein af fjölmörgum sem hún gaf frá sér á þessum tíma. „Pabbi minn byrjaði að reykja þegar hann var 32 ára og mér fannst það alveg hræðilegt,“ segir Hrefna.

Þetta var svona mín leið til að segja pabba að hætta að reykja

Hrefna segir gjöfina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og því miður hélt pabbi hennar áfram að reykja. Sjáðu dramatíska sögu Hrefnu hér að neðan.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram