Sjálfstæðisflokkurinn fær stjórnarmyndunarumboðið: „Þessi leið er vænlegust til árangurs“

Guðni Th. Jóhannesson hefur veitt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Guðni á blaðamannafundi á Bessastöðum rétt í þessu.

Hann sagði að þetta væri vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar, eins og sakir standa. „Þessi leið er vænlegust til árangurs,“ sagði Guðni en bein útsending stendur yfir frá fundinum á Vísi.

Guðni sagði engar skýrar línur hafa myndast eftir fundi sína með fulltrúum allra flokka daginn eftir kosningar. Í gær átti hann svo fundi með Bjarna Benediktsson, Katrínu Jakobsdóttur og Benedikt Jóhannessyni.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29 prósent atkvæða í kosningunum um helgina.

Auglýsing

læk

Instagram