Skilaboðum rigndi yfir Ágústu Evu: „Vonandi lærum við bara af þessu eins og öllu öðru“

Skilaboðum og Snöppum hefur rignt yfir Ágústu Evu síðustu daga og hún hefur setið yfir því að svara þeim. Hún þakkar þakkar fyrir sig í skilaboðum á Facebook-síðu sinni.

„Þá held ég að allir geti haldið áfram að lifa bara, shjitt!“ segir hún.  „Vonandi lærum við bara af þessu eins og öllu öðru. Góðir straumar til allra.“

Það vakti mikla athygli í föstudagskvöld þegar Ágústa Eva yfirgaf þátt Gísla Marteins í beinni útsendingu. Nútíminn hafði í kjölfarið samband við Ágústu Evu sem sagði að hún og Eivör Pálsdóttir, sem var einnig gestur í þættinum, hafi ekki verið ánægðar með framgöngu Reykjavíkurdætra í þættinum.

Sjá einnig: Sóli Hólm hélt að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með Reykjavíkurdætrum

„Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi. Þetta var bara massaóvirðing við alla — í setti og líka þau sem sátu heima,“ sagði hún og velti fyrir sér hvort hópur af körlum hefði komist upp með það sama.

Auglýsing

læk

Instagram