Smellavélin StopWaitGo kemur fram á Þjóðhátíð

Upptökustjórateymið StopWaitGo kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Í tilkynningu kemur fram að þeir ætli að gera sérstakar útgáfur af vinsælum þjóðhátíðarlögum og fá gesti til að taka þau lög með sér, Friðrik Dór, Glowie, Öldu Dís og fleiri.

StopWaitGo er á bakvið marga vinsælari slögurum sem komið hafa út undanfarið, eins og til dæmis nýja smellinn Dönsum eins og hálfvitar með Frikka Dór og No More með Glowie.

En StopWaitGo stoppa ekki þar – því það stefnir í sumarbattl – FM95BlÖ hópurinn kemur fram kvöldið eftir StopWaitGo, en þeir gerðu hvert eitt og einasta lag sem þeir snillingar koma fram með – en planið er að toppa stemningu FM95Blö og stefnir því í mikið stemnings-battl fyrir hátíðina!

Quarashi, FM95Blö, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Retro Stefson, Sturla Atlas, GKR, Herra Hnetusmjör og Júníus Meyvant koma einnig fram á Þjóðhátíð en Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross sem Halldór Gunnar Pálsson stýrir flytja Þjóðhátíðarlagið í ár.

Forsala á Þjóðhátíð er í fullum gangi á dalurinn.is.

Auglýsing

læk

Instagram