Sorgmædd yfir því að ungar stúlkur noti app til að breyta útlitinu

„Mér finnst þetta hættulegt, hvernig þetta er orðið.“

Þetta sagði útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir í morgunþætti hennar og Sverris Bergmann á FM957 í umræðu um appið YouCam Perfect, sem er að hennar sögn það vinsælasta á Íslandi um þessar mundir.

Með hjálp appsins getur fólk umturnað útliti sínu og Ósk segir að það sé einmitt það sem sérstaklega ungar stúlkur séu farnar að gera í meira mæli.

Ég er sorgmædd og reið og pirruð. Það eru allskonar tilfinningar að berjast inni í mér núna. Vinsælasta appið í iStore hér á Íslandi heitir YouCam Makeup. Það er mikið af stelpum hér á landi sem eru í þessu.

Ósk prófaði appið sjálf og samanburðarmynd má sjá hér fyrir ofan.

„Ég gat minnkað á mér nefið, stækkað augun og gat tekið fjarlægt allar hrukkur. Ég gat tekið bauga, í nótt svaf ég lítið og ég gat reddað því. Ég gat líka stækkað varirnar — eiginlega eins og ég hafi farið í lýtaaðgerð,“ sagði hún.

„Þetta eru stelpur mikið að nota og birta eins og þær séu mikið Photoshoppaðar. Er jákvætt að stelpur þurfi að breyta sér á þennan hátt? Af hverju eiga ungar stelpur að þurfa að finna þörf til að breyta sér. Taka bólurnar, taka freknurnar. Af hverju þurfum við að vera breyta okkur? Þetta er bara stórhættuleg þróun.“

Hér má hlusta á brotið úr Morgunþættinum:

Auglýsing

læk

Instagram