Steinunn Ólína færir sorglegar fréttir af Stefáni Karli, sjúkdómurinn kominn á fjórða stig

Þrjú meinvörp voru fjarlægð úr lifur leikarans Stefáns Karls Stefánssonar fyrir tveimur vikum. Hann fékk sýkingu í kjölfarið sem lengdi spítalavistina um viku. Stefán Karl greindist með gallgangakrabbamein á síðasta ári og er sjúkdómurinn nú kominn á fjórða stig. Lífslíkur hans eru því miður verulega skertar.

Þetta kemur fram í færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls, á Facebook. Hún segir að lækning sé ekki í sjónmáli þegar sjúkdómurinn sé svo langt genginn.

„Tilraunir eru gerðar með lyf og lífslengjandi hefðbundnar og óhefðbundnar meðferðir víða um heim en svörin eru ekki að berast sem skyldi enn sem komið er. Hefðbundnar krabbameinslyfjameðferðir skila heldur ekki árangri sem heitið getur þegar hér er komið sögu. Meinvörp þessa sjúkdóms er stundum hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum eins og í aðgerðinni sem Stefán fór í gegnum fyrir hálfum mánuði en óvíst er að hann þyldi fleiri slíkar þegar sjúkdómurinn lætur aftur á sér kræla eða að það verði hreinlega gerlegt vegna staðsetningar meinvarpa. Um þetta er lítið hægt að spá á þessari stundu. Við vonum það besta. “ skrifar Steinunn.

Steinunn segir að það hafi verið óbærilegt að segja börnum þeirra fjórum frá því að pabbi þeirra yrði ekki gamall maður og skammt væri eftir af lífi Stefáns Karls.

„Að taka þá von frá þeim að pabba muni nokkurn tíma batna. Traust barna sinna eignast maður ekki nema að maður segi þeim satt, líka þegar það virðist ógerlegt. Það hefur verið þeim léttir að vita að ekki er verið að leyna þau neinu. Ef einhver heldur að börn séu ekki þess megnug að eiga innihaldsríkar samræður um dauðann, lífið og tilveruna þá fer sá hinn sami á mis við margt,“ skrifar Steinunn Ólína.

Hér má sjá færsluna í heild sinni

Auglýsing

læk

Instagram