Viðar Örn lofthræddur með einkabílstjóra í Kína

Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson er nýfluttur Nanjng í Kína en hann gerði á dögunum þriggja ára samning við Jiangsu Guoxin-Sainty. Liðið gerir vel við Viðar sem er kominn með einkabílstjóra, túlk og íbúð á 30. hæð í skýjakljúfi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Viðar fær rúmar 100 milljónir á ári í Kína

Viðar Örn og unnusta hans, Thelma Rán Óttarsdóttir, fluttu til landsins fyrir viku. Í Fréttablaðinu grínast hann með að borgin sé mjög svipuð og Selfoss, heimabær hans. „Það eru reyndar aðeins fleiri veitingastaðir hérna.“

Við búum í glæsilegri svítu á flottu hóteli. Það er verið að gera vel við okkur. Þetta er eiginlega svo flott að ég vil helst ekki flytja. Íbúðin er á 30. hæð í flottu hverfi. Það eru bara blokkir hérna. Maður sér ekkert einbýlishús. Minn versti galli er reyndar sá að ég er mjög lofthræddur þannig að ég verð líklega ekki límdur við gluggann. Ég get þó notið útsýnisins úr miðri íbúðinni. Ef ekki þá bara dreg ég fyrir.

Viðar er ekki með bílpróf í Kína og fær það ekki fyrr en hann verður búinn að læra kínversku táknin á umferðarskiltunum.

„Ég er keyrður á æfingar. Ég er með einkabílstjóra sem sækir mig venjulega á BMW eða flottum bandarískum kagga. Þetta er alvöru þjónusta,“ segir hann laufléttur í Fréttablaðinu.

Auglýsing

læk

Instagram