Vilja fá Reykjavíkurdætur til að spila frítt en skulda þeim enn pening

Auglýsing

Skipuleggjendur Secret Solstice hátíðarinnar hafa enn ekki greitt mörgum listamönnum sem komu fram á hátíðinni í fyrra. Reykjavíkurdætur eru ein af þeim hljómsveitum sem hafa ekki fengið greitt en á Twitter síðu hljómsveitarinnar greindu þær frá því að þrátt fyrir það vilji skipuleggjendur hátíðarinnar fá þær aftur í sumar. Núna þurfi þær hinsvegar að koma fram frítt.

Sjá einnig: Reykjavíkurdætur fá fjórar stjörnur hjá NME: „Þarf ekki alltaf að tala sama tungumál til að skilja einhvern“

„Secret Solstice hefur ekki borgað okkur fyrir síðasta ár, þegar þeir gáfu okkur ömurlegasta plássið. Nú eru þeir að biðja okkur um að spila aftur en í þetta skiptið FRÍTT,“ segir í tísti frá hljómsveitinni.

Í frétt RÚV í nóvember kom fram að Secret Solstice skuldaði yfir fimm milljónir króna vegna ógreiddra launa. Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, segir að tíst Reykjavíkurdætra segi ekki alla söguna.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Heimalagaður ískaffi-drykkur

Instagram