Bakaður Brie með sykruðum hnetum og hunangsgljáðum hindberjum

Auglýsing

Hráefni:

1/2 tsk balsamik edik
1 dl hindber
2 dl valhnetur
1/2 dl sykur

1 msk brætt smjör

1 stór Brie ostur

2 msk ljós púðursykur

1/2 dl hunang

Kex eða brauð

Auglýsing

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 175 gráður og leggið bökunapappír á ofnplötu.

2. Setjið valhnetur, brætt smjör og sykur á pönnu og hitið. Leyfið þessu að hitna vel þar til sykurinn bráðnar, hrærið mjög reglulega í þessu svo sykurinn brenni ekki við. Eftir c.a. 5 mín eru hneturnar teknar af pönnunni og látnar kólna á disk eða fati.

3. Setjið ostinn á ofnplötuna og dreifið ljósum púðursykri yfir hann. Bakið ostinn í 12-14 mín eða þar til hann hefur hitnað vel í gegn. Takið hann úr ofninum og leyfið honum að kólna í 2-3 mín.

4. Á meðan osturinn er í ofninum er hunang og balsamik edik sett saman í skál og hitað í örbylgjuofni í 1 mín (eða í potti). Hrærið næst hindberin saman við og blandið þessu vel saman. Leyfið berjunum að hitna í blöndunni í 2-3 mín .

5. Toppið ostinn með hnetunum og hindberjunum. Hellið hunangs-balsamik blöndunni yfir ostinn. Berið fram með kexi eða brauði.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram