Kúskús salat með brokkolí, kjúklingabaunum og pestói

Auglýsing

Hráefni:

 • 1 brokkolíhöfuð, skorið í bita
 • 1 dós kjúklingabaunir, skolaðar og sigtaðar
 • 2 msk ólívuolía
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 1/4 tsk svartur pipar
 • 2 1/2 dl kúskús
 • 1/2 dl ristaðar hnetur
 • 1 msk capers
 • 1/4 tsk chilliflögur
 • 1/2 dl rifinn parmesan

Pestó:

 • 1 dl fersk basilika
 • 1/2 dl ristaðar hnetur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 2-3 msk ólívuolía
 • safinn og börkurinn af 1 sítrónu
 • sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

Auglýsing

2. Dreifið úr kjúklingabaununum og brokkolí bitunum á ofnplötuna. Setjið ólívuolíu yfir allt saman og kryddið með salti og pipar. Bakið þar til brokkolíið er orðið mjúkt og farið að brúnast örlítið, eða í 20 mín.

3. Sjóðið kúskús samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

4. Á meðan er pestóið gert klárt. Öllum hráefnum er blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

5. Blandið kúskús saman við brokkolíið, kjúklingabaunirnar, hneturnar, capers og chilliflögurnar. Hrærið helmingnum af pestóinu saman við. Smakkið til með salti og pipar. Toppið með rifnum parmesan og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram