Lax með karrý-kókos sósu

Hráefni fyrir laxinn:

  • 1 laxaflak eða 3-4 bitar
  • 1 msk púðursykur
  • 1 tsk karrý
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1–2 tsk ólívuolía

Hráefni fyrir sósuna:

  • 1 msk ólívuolía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 engiferbiti, á stærð við þumal
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk rautt karrý mauk
  • 1 dós kókosmjólk
  • 2 msk fiskisósa
  • safinn úr 1 lime
  • 3 lúkur spínat, saxað niður
  • ferskt kóríander eða basilika

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Blandið saman öllum hráefnum fyrir laxinn og hrærið vel saman. Leggið laxinn á ofnplötuna, roðið niður, og smyrjið blöndunni vel yfir allan fiskinn. Bakið í 6-12 mín ( fer eftir þykktinni á laxinum).

3. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk og engifer í nokkrar mínútur á miðlungshita. Bætið þá púðursykri og rauðu karrý mauki á pönnuna og steikið áfram í um 3 mín. Þá fer kókosmjólkinn saman við ásamt fiskisósu og lime safa. Í lokin fer spínatið á pönnuna. Berið laxinn fram með hrísgrjónum, sósuna yfir og toppið með fersku kóríander eða basilku

Auglýsing

læk

Instagram