Nautabuff í rjómasósu

Hráefni:

700 gr nautahakk

1 laukur skorinn í sneiðar

200 gr sveppir skornir í sneiðar

3 dl rjómi

1 teningur nauta eða grænmetiskraftur

1 tsk rósmarín þurrkað eða ferskt

smjör til steikingar

salt og pipar

Aðferð:

1. Kryddið hakkið með salti og pipar. Mótið buff úr hakkinu með höndunum. Steikið buffin upp úr smjöri á góðri pönnu. Buffin eiga rétt að brúnast en ekki eldast alveg í gegn. Takið þau svo af pönnunni og leggið til hliðar.

2. Bætið smjöri á pönnuna og steikið laukinn í c.a. 2 mín. Bætið síðan sveppunum saman við og steikið áfram. Bætið rjómanum saman við ásamt rósmarín og krafti. Látið malla örlitla stund og smakkið til með salti.

3. Færið síðan buffin aftur á pönnuna og látið malla í rjómasósunni þar til þau eru elduð í gegn.

Gott er að bera þetta fram með kartöflustöppu og rauðkáli eða súrum gúrkum.

Auglýsing

læk

Instagram