Ofnbakað beikon og egg í brauði

Auglýsing

Hráefni:

  • 12 sneiðar beikon
  • 6 brauðsneiðar
  • 3 msk smjör við stofuhita
  • 6 egg
  • 6 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 1/2 tsk ferskt timjan
  • sjávarsalt og pipar eftir smekk
  • 2 msk saxaður graslaukur til skrauts (má sleppa)

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið beikonsneiðunum á hana. Bakið í um 5-7 mín eða þar til beikonið er klárt. Færið beikonið yfir á disk með eldhúspappír, þá dregur pappírinn umfram fituna í sig og beikonið verður stökkara.

2. Leggið nýjan bökunarpappír á ofnplötuna og raðið brauðsneiðunum á hana. Notið glas eða hringlótt lítið mót til þess að skera miðjuna úr brauðinu, gera holu. Smyrjið síðan brauðið með smjöri og leggið smjör hliðina niður. Raðið næst beikonsneiðunum á brauðið í kross og brjótið varlega eitt egg í hverja holu. Dreifið parmesan yfir ásamt timjan. Salt og pipar eftir smekk.

Auglýsing

3. Bakið í um 12-15 mín eða þar til eggjahvítan er orðin stinn og brauð orðið fallega gyllt. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram