Smarties súkkulaðibitakökur í krukku

Nú fer senn að líða að jólum og eflaust margir sem enn eiga eftir að ákveða hvað þeir eiga að gefa í jólagjöf. Smarties súkkulaðibitakökur í krukku er frábær gjöf þar sem öllum þurrefnum í köku er komið fyrir í krukku ásamt uppskrift. Sá sem fær gjöfina þarf því aðeins að blanda fersku innihaldsefnunum við og baka.

Smarties súkkulaðibitakökur  í krukku

Innihald í krukkuna:
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
4 tsk vanillusykur
150 gr púðursykur
150 gr sykur
150-200 gr Smaries

Öllu þjappað vel saman

Gerð krukkunnar:
1. Hrærið saman hveiti, salti, lyftidufti og vanillusykur og setjið neðst í krukkuna. Það er nauðsynlegt að þjappa vel í áður en næsta hráefni er sett ofan í.
2. Næst er púðursykurinn settur í krukkuna og þjappað.
3. Þar á eftir kemur sykurinn í krukkuna og þjappað vel.
4. Síðast er Smarties-ið sett í krukkuna. (Ef að krukkan sem er notuð er ekki nægilega stór þá er gott að setja restina af Smarties-inu inn í selló og binda utan um krukkuna.

Miðinn sem fylgir með:
Á krukkuna er fallegt að hengja miða með upplýsingum um kökuna. Framan á miðann er skrifað Smarties Súkkulaðibitakökur. Aftan á miðann er gott að skrifa leiðbeiningar um gerð kökunnar og hvað innihaldsefnum þarf að bæta við.

Krukkan að verða klár

Krukkan að verða klár

Aðferðin sem látin er fylgja með:
1. Þeytið 2 egg og 170 gr af smjöri vel saman.
2. Bætið innihaldinu af krukkunni saman við og hrærið.
3. Búið til litlar kúlur úr deginu og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír.
4. Bakið við 180 gráður í 12 mín.

Auglýsing

læk

Instagram