Smjörsósa með hvítlauk og chilli – Frábær með steikinni!

Auglýsing

Hráefni:

 • 6 msk smjör, bráðið
 • 1/2 sítróna, safinn og rifinn börkurinn
 • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1 msk dijon sinnep
 • cayenne pipar á hnífsoddi
 • 1/4 tsk paprika
 • 2 msk fersk söxuð steinselja
 • 1 msk ferskur saxaður graslaukur
 • 2 tsk timjan
 • 1/4  tsk chilliflögur
 • Salt og svartur pipar

Hrærið saman bráðnu smjöri, sítrónu, hvítlauk, sinnep, cayenne og papriku.

Bætið þá steinselju, graslauk, chilliflögum, timjan, salti og pipar saman við og hrærið vel.

Sósan er frábær með öllu kjöti og fisk.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram