Stökkur kjúklingaborgari með hunangs-sinneps hrásalati

Auglýsing

Þú ert örlítið lengur að útbúa þennan en venjulegan borgara, en það er vel þess virði! Ekki láta langa lista af hráefnum fæla þig frá, þetta er mikið af kryddum og fleiru sem til er í flestum eldhúsum.

Hráefni:

 • 3 stórar kjúklingabringur skornar í breiða strimla
 • 240 ml buttermilk (mjólk með smá sítrónusafa)
 • 1 ½ tsk salt
 • ¼ tsk hvítur pipar
 • 180 g hveiti
 • 1 tsk svartur pipar
 • ½ tsk hvítlaukssalt
 • 1 tsk þurrkað timjan
 • 1 tsk paprika
 • 1 tsk lyftiduft
 • tsk chilli flögur
 • 1/3 hvítkáls höfuð
 • 1 meðalstór gulrót
 • 4 msk majones
 • 1 msk dijon sinnep
 • 1 msk hunang
 • 2 tsk sítrónusafi
 • bragðlaus olía til steikingar
 • 4 sneiðar gouda ostur eða annar bragðmikill ostur
 • 4 hamborgarabrauð
 • 8 blöð af stökku salati (romaine t.d.)
 • jalapeno (fæst pikklað í matvörubúðum)
 • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar

Aðferð:

1. Setjið kjúklingastrimlana í skál og bætið mjólkinni, 1/2 tsk af salti, 1/4 tsk hvítum pipar og 1/4 tsk hvítlaukssalti saman við. Setjið skálina í ísskáp og látið marinerast í minnst 1 klst.

Auglýsing

2. Stillið ofninn á lágan hita(einungis til þess að halda kjúklingum heitum á eftir). Hitið 1 líter af olíu (grænmetis olíu t.d.) í víðum potti þar til olían er vel heit.

3. Blandið svo í skál, hveitinu, 1 tsk salti, 1 tsk svörtum pipar, 1/2 tsk hvítlaukssalti, þurrkuðu timjan, 1 tsk papriku, 1 tsk lyftidufti og chilliflögum. Hrærið vel saman. Takið síðan kjúklinginn úr ísskápnum og takið einn bita í einu úr skálinni og látið leka aðeins af honum áður þið veltið þeim síðan upp úr hveitiblöndunni. Steikið síðan kjúklingastrimlanna í olíunni, 5-6 strimla í einu, í 5-6 mín eða þar til þeir verða gylltir og stökkir. Setjið tilbúnu bitana í eldfastmót og stingið inn í volgan ofninn, til að halda hita á þeim þar til allir bitarnir eru steiktir.

4. Rífið hvítkál og gulrót niður í skál. Blandið síðan majonesi, sinnepi, hunangi og sítrónusafa. Blandið vel saman og kryddið með svörtum pipar.

5. Raðið hamborgarabrauðunum á ofnplötu og leggið ostsneiðar yfir, Setjið inn í ofninn í smá stund (gott að setja aðeins á grill stillingu) þá verða þau aðeins stökk og osturinn bráðnar vel.

6. Setjið hamborgarann saman: Takið botn á brauði, leggið salatblað ofan á, hrásalat, kjúkling, aftur hrásalat, rauðlauk, saxað jalapeno og að lokum topp brauðið eftir. Verði ykkur að góðu!

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram