Súkkulaði bollakökur með saltkaramellukremi

Auglýsing

Hráefni fyrir kökurnar:

 • 130 gr hveiti
 • 40 gr kakó
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 113 gr ósaltað smjör, brætt
 • 100 gr sykur
 • 100 gr púðursykur
 • 2 egg , við stofuhita
 • 2 tsk vanilludropar
 • 180 ml butter milk ( eða mjólk með 1 tsk af sítrónusafa.

Hráefni fyrir smjörkremið:

 • 200 gr ósaltað smjör, við stofuhita
 • 50 gr púðursykur
 • 125 ml saltkaramellu sósa (uppskrift hér fyrir neðan)
 • 250 gr flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 msk rjómi
 • 1/2 tsk salt

Saltkaramellu sósa:

Takið 250 gr af uppáhalds karamellunum ykkar (einhverjar ljósar og smá mjúkar) og setjið í pott ásamt 50 ml af rjóma og 1 tsk af sjávarsalti. Hitið þetta á lágum hita þar til karamellan hefur bráðnað og komin er fínasta karamellusósa.Takið þá til hliðar og kælið.

Auglýsing

Aðferð fyrir kökurnar:

1. Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollaköku formum á ofnplötu.

2. Setjið hveiti, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt í stóra skál og blandið vel saman.

3. Setjið brætt smjörið, sykur og púðursykur í hrærivélaskál og þeytið vel saman. Bætið eggjunum, einu í einu, saman við og þeytið vel á milli. Setjið vanilludropana saman við og blandið vel. Stillið á lægsta hraða og bætið hveitblöndunni nú í pörtum saman við ásamt butter milk. Passið að hræra deigið ekki of mikið því þá getur það orðið seigt og leiðinlegt.

4. Setjið deigið í bollaköku formin, og bakið í 18-20 mín. Kælið kökurnar áður en kremið fer á þær.

Aðferð fyrir kremið:

1. Þeytið saman smjörið og sykurinn þar til blandan verður létt og “fluffy”(4-5 mín). Bætið 125 ml af saltkaramellu sósunni saman við og þeytið vel saman. Stillið á lægstu stillingu og bætið flórsykrinum saman við, 1 msk í einu, þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið loks vanilludropum, rjóma og salti og þeytið vel saman.

Kökurnar settar saman:

1. Gerið litlar holur ofan á kökurnar og setjið smá saltkaramellusósu ofan í. Sprautið kreminu fallega ofan á og skreytið með saltkaramellusósunni. Njótið!

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram