Ásmundur Einar beitti aðferð sem Björn Ingi kenndi ungum Framsóknarmönnum

Frammistaða Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, í Vikulokunum á RÚV í gær hefur vakið mikla athygli. Ásmundur Einar endurtók nánast sömu setninguna aftur og aftur og benti á að það sem hann var að segja væri það væri „stóra málið“.

Sjá einnig: Hlustaðu á Ásmund Einar endurtaka sig aftur og aftur í beinni

Nútíminn komst yfir myndband sem sýnir Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknar, kenna ungum Framsóknarmönnum að svara fjölmiðlum. Sjáðu myndbandið í spilaranum hér fyrir ofan.

Í myndbandinu, sem er augljóslega nokkurra ára gamalt, má sjá Björn Inga kenna akkúrat þar sem Ásmundur Einar var að gera: Að endurtaka sig og benda á að það sé „aðalatriði málsins“. Stemningin á fundinum er létt og viðstaddir skellihlæja þegar Björn Ingi lýsir hvernig á að fara að þessu.

„Einstöku fréttamenn, sem eru þrjóskir og jafnvel timbraðir þann daginn, ákveða að láta ekki fara svona með sig […] Þá á stjórnmálamaður ekki að láta slá sig út af laginu og segir: „Aðalatriðið er auðvitað“ og endurtaka það sem hann sagði,“ segir Björn Ingi á fundinum.

Mín reynsla af fréttamönnum er sú að þeir þora ekki í þriðja sinn að spyrja.

Rétt er að taka fram að það er ekkert nýtt að stjórnmálaflokkar kenni liðsfólki sínu að tjá sig í fjölmiðlum. Allir flokkarnir gera það.

Auglýsing

læk

Instagram