Auglýsing

Davíð Oddsson varði múlattaummælin á RÚV: „Orðið er ekkert ljótt í sjálfu sér“

Orðið múlatti var notað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í júlí árið 2014 og vakti mikil viðbrögð. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ummælin voru eignuð Davíð Oddssyni sem tjáði sig í fyrsta skipti um þau í þættinum Baráttan um Bessastaði á RÚV í kvöld. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Múlatti er gamalt hugtak yfir afkvæmi hvíts karlmanns og svartrar konu eða öfugt. RÚV hafði eftir Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, á sínum tíma hugtakið væri niðrandi. „Þegar ég sá þetta hugtak notað nú um helgina, þá fannst mér svolítið eins og ég væri að sjá draug úr fortíðinni,“ sagði hún.

Davíð sagði í þættinum á RÚV í kvöld að notkunin á orðinu hafi komið Agli Helgasyni á óvart. „Það kom ekki íslensku orðabókinni á óvart,“ sagði hann.

Egill Helgason, ykkar starfsmaður hér, fór að gera mál úr þessu. […] Orðið er ekkert ljótt í sjálfu sér.

Spurður hvort hann myndi nota orðið í samtali við Barack Obama sjálfan sagði Davíð að hann myndi gera það. „Ef ég væri að lýsa slíku fyrirbæri? Já, því ekki það.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing