„Engin rétt leið til að vera kyrr í 8 tíma á dag.“​—SKE spjallar við Einar Carl hjá Primal Iceland

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE í heimsókn til Primal Iceland (Faxafen 12) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttafólk svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Spjallaði SKE við Einar Carl Axelsson sem fór yfir helstu áherslur Primal Iceland:

„Heilbrigði er misskilið (hugtak) að mörgu leiti. Eins og við setjum þetta upp þá er öndun númer eitt … öndunin hefur síðan áhrif á svefn, sem er líklega það besta sem þú getur gert fyrir sjálfan þig—en að sofa og að hvílast er ekki sami hluturinn … svo koma síðan æfingar, stoðkerfið, hvað við erum að borða, o.fl. Það eru áherslurnar okkar hjá Primal Iceland.“

– Einar Carl Axelsson

Áhugasamir geta kynnt sér starfssemi Primal Iceland með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: https://www.primal.is/https://www.primal.is/

Auglýsing

læk

Instagram