Fólk byrjar saman og býr til börn eftir að það hittist Kúrufélagagrúbbunni: „Sumir fara á stefnumót“

Í Kúrufélagagrúbbunni á Facebook má finna fólk í leit að góðu kúri. Hópurinn stækkar stöðugt, telur hátt í níu þúsund meðlimi í dag og mun eflaust bara stækka nú þegar haustið gengur í garð með tilheyrandi myrkri og roki.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti stjórnendur Kúrufélagagrúbbunnar og komst að því að ástarsambönd og meira að segja nokkur kúrubörn hafa orðið til eftir að fólk hittist í grúbbunni. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Elísabet hitti líka kúrara í hópnum sem lét slag standa þegar hann var nýhættur með konunni. „Þetta var bara sniðug leið til að kynnast fólki,“ segir hann í myndbandinu.

Auglýsing

læk

Instagram