Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta, horfðu á blaðamannafundinn í beinni

Halla Tómasdóttir hyggst bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Halla stendur fyrir blaðamannafundi á heimili sínu sem hefst klukkan 15. Fylgstu með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Á Facebook hafa rúmlega 1.600 lækað síðu þar sem skorað er á Höllu að bjóða sig fram. Á síðunni kemur fram að Halla hafi gefið sér góðan tíma til að velta öllum hliðum málsins fyrir sér og ætli að skýra frá niðurstöðu sinni á fundinum.

Halla er gift Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi og saman eiga þau tvö börn. Á stuðningssíðunni kemur fram að hún hafi komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leitt verkefnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störfum til að stofna fjárfestingarsjóðinn Auði Capital.

Horfðu á blaðamannafundinum hér fyrir neðan.

Uppfært kl. 15.29: Blaðamannafundinum er lokið. Halla tilkynnti á fundinum að hún hyggst bjóða sig fram til forseta.

Auglýsing

læk

Instagram