Myndband: Edda Björg og Gunnar hreyfðu mjaðmirnar af miklum þokka á sviðinu

Leikararnir Edda Björg Eyjólfsdóttir og Gunnar Hansson sínu frábæra takta þegar þau varasungu lagið Single Ladies með Beyoncé á sviðinu í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Hópurinn háði æsispennandi keppni við leikhópinn Kriðpleir í varasöng (e. lip sync battle) en viðburðurinn er haldinn af Unicef í tilefni Degi rauða nefsins sem verður á RÚV á föstudaginn.

Myndband: Söngvari Kriðpleirs lagði áherslu á innlifun og einlægni í flutningi sínum

Það sást langar leiðir að þau Edda og Gunnar höfðu fengið kennslu hjá hinni margrómuðu Margréti Erlu Maack en þau hreyfðu mjaðmirnar af miklum þokka. Keppnin við Kriðpler var æsispennandi og mátti varla á milli sjá hvor hópurinn hefði betur.

Ástralski leikarinn, grínistinn og kabarettskemmtikrafturinn Jonathan Duffy stóð að viðburðinum ásamt Tjarnarbíói. Keppnin er liður í undirbúningi Dags rauða nefsins sem er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Átakið nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem landslið leikara, grínista, tónlistarmanna og fjölmiðlafólks býr til ógleymanlegt kvöld og skorar á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Auglýsing

læk

Instagram