Örtröð í verslun Costco í Garðabæ, fólk hleypur á eftir innkaupakerrum til að komast fyrr inn

Örtröð hefur verið í verslun Costco í Garðabæ í dag. Langar raðir hafa myndast fyrir utan verslunina og við afgreiðslukassa inni í versluninni. Myndband sem var birt í hópnum Keypt í Costco Ísl.-Myndir og verð. sýnir röðina fyrir utan verslunina í hádeginu í dag. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Sjá einnig: KitchenAid hrærivélin í Costco er ekki „hin eina sanna“ og er líka ódýrari í Kaupfélagi Skagfirðinga

Costco opnaði á þriðjudag og hefur verið á allra vörum síðan. Rúmlega 22 þúsund manns hafa gengið í umræddan Facebook-hóp á undraskömmum tíma en þar skiptist fólk á myndum og sögum úr versluninni.

Einhverjir í hópnum eru ósáttir við samlanda sína sem hlaupa á eftir þeim sem eru búin að versla og grípa innkaupakerrurnar þeirra. Þau sem eru með kerrur komast beint inn á meðan aðrir þurfa að bíða í röðinni.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram