Páll Óskar hrærður eftir Eistnaflug: „Mér hefur aldrei fundist ég vera jafn mikið elskaður“

Páll Óskar kom fram á Eistnaflugi í gær. Hátíðin er einskonar árshátíð þunga- og dauðarokkara og í ár komu meðal annars fram risahljómsveitir á borð við Opeth og Meshuggah.

Páll Óskar ferðaðist meðal annars um áhorfendaskarann í gúmmíbáti eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir. Hann þakkar fyrir sig á Facebook-síðu sinni. „Geðveikasta gigg sem ég hef gert,“ segir hann.

Diskódrottningin átti vart von á svona brjáluðum móttökum, en mér hefur satt best að segja aldrei fundist ég vera jafn mikið elskaður. Ást til þungarokkara.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram