Skyggna hænan Euro-Lotta spáir fyrir um úrslitin í Söngkeppni Sjónvarpsins

Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst á morgun. Sex lög verða flutt í beinni útsendingu á RÚV, þrjú komast áfram og eiga möguleika á að komast á sviðið í Eurovision í Portúgal í vor.

Til að reyna að spá fyrir um úrslit kvöldsins hafði Nútíminn samband við Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Þar beið skyggna hænan Lotta, einnig þekkt sem Euro-Lotta, og spáði í spilin fyrir kvöldið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan til að komast að því hvaða lög komast áfram.

Lögin sem verða flutt á morgun eru:

Heim
Höfundur lags: Þórunn Erna Clausen
Höfundur texta: Þórunn Erna Clausen
Flytjandi: Ari Ólafsson

Aldrei gefast upp
Höfundar lags: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen
Höfundar texta: Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff
Flytjendur: Fókus hópurinn: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Ég mun skína
Höfundar lags: Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson
Höfundur texta: Þórunn Antonía
Flytjandi: Þórunn Antonía

Litir
Höfundar lags: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson
Höfundar texta: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson
Flytjandi: Guðmundur Þórarinsson

Ég og þú
Höfundar lags: Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price
Höfundur texta: Davíð Guðbrandsson
Flytjendur: Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir

Kúst og fæjó
Höfundar lags: Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)
Höfundar texta: Heimilistónar
Flytjendur: Heimilistón

Auglýsing

læk

Instagram