Strætó frumsýnir feminíska vagninn sem vann hönnunarkeppnina, sjáðu myndbandið

Strætó frumsýndi í dag KÞBAVD-vagn Lenu Margrétar Aradóttur sem sigraði í hönnunarkeppni Strætó í byrjun júlí. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, var að sjálfsögðu á staðnum og kynnti sér vagninn. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“, sem samkvæmt höfundi er kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. Strætó með hönnun Lenu mun því aka um göturnar næstu vikurnar.

Hönnunarkeppnin stóð yfir í rúman mánuð og naut hún mikilla vinsælda.Í tilkynningunni kemur fram að vefurinn hafi verið heimsóttur meira en 300 þúsund sinnum og að um 1.700 tillögur hafi verið sendar inn. Rúmlega 50 þúsund manns greiddu atkvæði í keppninni.

Vagninum verður fagnað á Húrra milli klukkan 17 og 19 í dag.

Auglýsing

læk

Instagram