Svona sjáum við fyrir okkur samskipti Arons Einars og Ronaldo, sjáðu myndbandið

Cristiano Ronaldo var mjög fúll eft­ir jafn­teflið við Ísland í Saint-Étienne í gærkvöldi og gerði lítið úr strákunum okkar í viðtali eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið EM eða eitt­hvað, það er hug­ar­far smæl­ingj­ans,“ sagði hann. „Þess vegna munu þeir ekki vinna neitt.“

Ummælin hafa vakið heimsathygli og gert úrslit leiksins í gær ennþá skemmtilegri.

Það var stórskemmtilegt að fylgjast með baráttu Arons Einars, fyrirliða íslenska liðsins, og Ronaldo í leiknum. Myndbandið hér fyrir ofan sýnir hvernig við sáum fyrir okkur samskipti þeirra. Í góðu gríni auðvitað.

Áfram Ísland!

Auglýsing

læk

Instagram