Þriðjudagstilboðsmaðurinn fékk ársbirgðir af pizzum: „Er Auddi Blö hérna einhvers staðar?“

Tölvunarfræðingurinn Hafliði Örn Ólafsson vakti mikla athygli á dögunum þegar Vísir greindi frá því að hann hafi borðað þriðjudagstilboð frá Domino’s á hverjum þriðjudegi í heilt ár.

Þegar forsvarsmenn Domino’s lásu fréttina vildu þeir koma Hafliða á óvart með því að splæsa á hann heilu ári af þriðjudagstilboðum, enda um glæsilegt afrek að ræða.

Domino’s hafði því samband við Nútímann og óskaði eftir smá hjálp við að koma glaðningnum til Hafliða. Við plötuðum hann í viðtal til að tala um pizzuástina og í miðju viðtali átti sendill frá Domino’s að mæta óvænt á svæðið með pizzur á hans nafni — sem hann pantaði ekki. Ofan í pizzukassanum átti svo að leynast gjafabréf á þriðjudagstilboð í heilt ár.

Nema hvað. Sendillinn lét aðeins bíða eftir sér þannig að Elísabet Inga, útsendari Nútímans, þurfti að halda Hafliða í viðtalinu aðeins lengur en hún áætlaði. Spurningarnar hennar urðu því stöðugt verri, eftir því sem sendillinn lét bíða lengur eftir sér.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Það þarf varla að taka fram að við unnum það í samstarfi við Domino’s.

Auglýsing

læk

Instagram