Örskýring: Rússneski blaðamaðurinn sem dó ekki

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sviðsetti sitt eigið morð ásamt leyniþjónustu Úkraínu eftir að honum bárust morðhótanir.

Hvað er búið að gerast?

Fjölmiðlar víðsvegar um heim birtu fregnir af því á dögunum að Babchenko hefði verið skotinn til bana á heimili sínu í Kænugarði í Úkraínu. Babchenko hafði flúið til Úkraínu frá Rússlandi eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi opinberlega.

Auglýsing

Daginn eftir „morðið“ mætti Babchenko, á lífi, á fréttamannafund lögreglunnar í Úkraínu um málið. Yfirvöld í Úkraínu tilkynntu þá að morðið hefði verið sviðsett til þess að draga fram þá sem ætluðu sér að myrða Babchenko.

Svínsblóð var meðal annars notað til þess að láta dauðann líta raunverulega út.

Hvað gerist næst?

Í dag var samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðinn um að myrða Babchenko. Borys Herman er sagður hafa greitt leigumorðingja um 1,5 milljón króna fyrir að myrða Babchenko. Herman hefur neitað ásökununum.

Babchenko segir að greiðsla frá Herman hafi farið í gegn um leið og fréttir af morðinu fóru að berast. Á vef BBC er því haldið fram að maðurinn sem Herman fékk til verksins hafi tekið þátt í sviðsetningunni með leyniþjónustunni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram