Íslenska jólafyrirkomulagið er fjandsamlegt börnum. Getum við fært jólin aðeins?

Auglýsing

Það er árið 2016 og enn látum við jólin „byrja“ klukkan 18. Hátíð barnanna. Það er ekki nóg með að flest íslensk börn eigi dagatal til þess að hjálpa til við að telja niður þessa 24 desemberdaga. Nei, við erum líka með 13 jólasveina til þess að magna upp spennuna. Svo erum við með þorláksmessu sem sérstakan for-jóla-stress-dag fyrir alla fjölskylduna. Og svo kemur aðfangadagur en börnin verða samt að þrauka til kl. 18 því ÞÁ loksins byrja jólin. Reynið að útskýra fyrir snúðugum besservisser á leikskólaaldri af hverju jólin byrja klukkan sex og ekki sekúndu fyrr.

Þau vakna fyrir allar aldir á aðfangadag og þurfa að stýra eigin eftirvæntingu í hvað 10-12 tíma? Og vitanlega eiga þau að „haga sér“ því það eru að koma jóla. Væntingastjórnun er líklega lykilatriði á flestum heimilum akkúrat þennan dag.

Jóladagur er síðan upp á punt. Viðurkennum það bara – fyrir smáfólkið er fúttið í aðfangadagskvöldinu. Eftir þessa epísku spennumögnun og endalausu bið þjöppum við jólunum inn í c. 5 tíma glugga á aðfangadagskvöld þegar flest börn eru orðin a) örmagna, b) sykur- og saltmettuð og c) yfirspennt í leyfðu stjórnleysi (það eru jú einu sinni jól. Það eru ekki alltaf jólin). Og það er svartasta skammdegið, við erum flest öll tætt og þreytt.

Tölum aðeins um hefðirnar sem sjást í bíómyndum og sjónvarpsþáttum, sjálfsögðum vísanaheimi barnanna. Þá vakna börn á jóladag, trítla á náttfötunum að pökkunum sínum og hafa ALLAN DAGINN til þess að leika sér. Það er miklu barnvænna fyrirkomulag! Engin örmögnun. Máski minni tryllingur?

Auglýsing

Má breyta þessu? Nei, ekki séns.
Jólin snúast um hefðir og hæfilegt íhald.

Við foreldrarnir þurftum að þrauka þetta og við óskum börnunum okkar auðvitað sömu gleði og eftirvæntingar og við upplifðum sjálf.

Gleðilega eftirvæntingu og komandi hátíð!

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram