Kæri tónlistarunnandi

Auglýsing

Mig langar til að setja upp smá dæmi úr raunveruleika tónlistarbransans í dag.

Þessi færsla er ekki skrifuð til að reyna að blása lífi í geisladiskinn eða annað fast format tónlistar, heldur er ég að koma því til skila að við, tónlistarunnendur, getum ekki vanist því að greiða 1.500 krónur á mánuði fyrir aðgang að nánast allri tónlist í heiminum!

Ég elska Spotify og aðrar sambærilegar tónlistarveitur, sem tónlistarunnandi. Nú er ég í þeirri stöðu að vera tónlistarútgefandi en ég er líka tónlistarunnandi. Ég er ekki bara að hugsa um að búa til peninga og verða ríkur feitur kall. Ég vil að tónlistarfólk geti lifað á því að skapa tónlist. Tónlistarsköpun er ekki hobbý, það er atvinna fyrir marga.

Í þessu dæmi ætla ég að notast við Spotify því það er jú stærsta tónlistarveitan á Íslandi í dag.

Auglýsing

Fyrir tæpum tveimur vikum gaf ég út plötuna „Heyrðu mig nú “ með AmabAdamA. Salan fer alveg ágætlega af stað; 3. sæti eftir fyrstu viku, það eru ekki óhemjumörg eintök á bakvið það sæti eins og var fyrir nokkrum árum — kannski 150 eintök.

Á sama tíma hefur platan verið fáanleg á Spotify og er nú búið að streyma henni tæplega 11.000 sinnum, þ.e. 11.000 spilanir á lögum. Það eru 10 lög á plötunni svo þetta gerir 1.100 hlustanir á plötunni.

Mér finnst frekar raunsætt að gefa mér að á bakvið þessar 1.100 hlustanir séu sirka 140 virkir hlustendur, sem eru búnir að renna plötunni sirka 8 sinnum í gegn. Þessar 11.000 spilanir laga hefur skilað hljómsveitinni AmabAdamA rétt um 4.500 kr. í tekjur. Ef þessir 140 virku hlustendur hefðu farið út í plötubúð og keypt plötuna á föstu formati eins og geisladiski, þá væri sveitin búin að fá um 100 þúsund krónur í tekjur. Þú þarft að hlusta 173 sinnum á plötuna svo að hljómsveitin fái sömu tekjur og ef þú ferð og kaupir geisladiskinn út í búð. Það er fáránlegt! Ég hlusta ekki einusinni 173 sinnum á Nada Surf plöturnar mínar!

Þetta er sorgleg staðreynd og leiðinlegt að tónlistarmenn þurfi að sætta sig við svona mikla tekjuminnkun í framtíðinni. Þetta má ekki vara lengi ef við tónlistarunnendur viljum geta grúskað í góðri tónlist!

Eins og ég sagði þá elska ég Spotify, sem tónlistarunnandi. Maður á auðvelt með að hlusta á það sem maður vill, þegar manni hentar og hvar sem maður er. En ég elska samt líka fasta formatið. Skilaboðin sem ég vil koma áleiðis er að við eigum ekki að venjast því að greiða 1.500 krónur á mánuði fyrir tónlistarveituna sem við viljum nota. Það meikar engan sens, það er ódýrara en ein plata. Það er meira að segja ódýrara en heildsöluverð á einni plötu! Á einu ári er þetta jafn mikið og við borgum í RÚV. Stöð 2 kostar 8.500 krónur á mánuði. Skjáreinn kostar 5.000 krónur á mánuði.

Væri nokkuð óeðlilegt ef Spotify kostaði 5000 kr. á mánuði? Eða jafnvel meira? Það er ekki eins og einhver sé að græða á þessu eins og þetta er í dag, nema við, tónlistarunnendurnir.

En það er ósanngjarnt.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram