Auglýsing

„Ísland rústar Bandaríkjunum hvað konur á þingi varðar.“

Áhugavert

Í dag birti vefsíðan Fortune grein á síðu sinni undir yfirskriftinni The Tiny Nation of Iceland Is Crushing the U.S. in Electing Female Politicians (Smáríkið Ísland rústar Bandaríkjunum hvað kosningu kvenna á þing varðar).

Í greininni kemur fram að uppgangur Pírata flokksins hafði verið á allra vörum fyrir kosningarnar – og þó svo að flokkurinn hafi vissulega tekist að þrefalda fjölda fulltrúa sína á þinginu – þá standa íslenskar konur, í raun, uppi sem sigurvegarar kosningarinnar:

„Kvenframbjóðendur unnu 30 þingsæti af 63 mögulegum, sem er met. Konur telja því 48% þingsins í dag sem þýðir að hlutfall kvenna í íslenska þinginu er það hæsta á meðal þeirra þjóða sem styðjast ekki við kvótakerfi, samkvæmt íslenska utanríkisráðuneytinu.“

– Claire Zillman

Jafnframt segir höfundur að Íslandi sé yfirleitt í fyrsta sæti þegar alþjóðlegar mælingar á kynjahlutföllum eru annars vegar. Höfundur vitnar í skýrslu The World Economic Forum frá því í síðustu viku þar sem kynjabilið í mismunandi þjóðfélögum var skoðað út frá fjórum breytum: heilsu, menntun, efnahagslegri þátttöku og tækifærum, ásamt pólitískri framsókn (health, education, economic participation and opportunity, and political advancement). Ísland var þar í fyrsta sæti en kynjabilið á Íslandi mældist einvörðungu 12.6%.

„Meira að segja áður en kosningarnar áttu sér stað um helgina, voru 26 íslenskar konur á þingi – eða 41%.“

– Claire Zillman

Bætir höfundurinn því við að Ísland standi framar en öll nágrannaríki sín (þar á meðal Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð samkvæmt samtökunum Inter-Parliamentary Union) og geri í raun lítið úr hlutfalli kvenna á bandaríska þinginu, en í Bandaríkjunum eru aðeins einn af hverjum fimm þingmönnum konur.

Aðeins Bólivía, Kúba og Rwanda státa sig af fleiri konum á þingi en þar er kvótakerfi við lýði.

Nánar: https://fortune.com/2016/10/31/iceland-us-women-in-…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing