„Mixteipið alveg að verða tilbúið“ – viðtal við Birnir í Kronik (pt. 1)

Auglýsing

Kronik

Síðastliðinn föstudag (10. nóvember) fór útvarpsþátturinn Kronik í loftið á X-inu 977 samkvæmt hefðbundinni dagskrá.

Gestir þáttarins voru þeir Andri Már, Huginn og Birnir en hinn síðastnefndi kíkti við í þáttinn í því augnamiði að ræða væntanlegt mixteip (sjá hér fyrir ofan) sem kemur til með að innihalda lög á borð við Já ég veit, Út í geim og Afhverju. 

Auglýsing

Líkt og fram kemur í viðtalinu er mixteipið alveg að verða klárt:

„Það er engin dagsetning komin en það er samt alveg að verða tilbúið.“ 

– Birnir

Næsti þáttur Kronik fer í loftið föstudaginn 17. nóvember, á milli 18:00 og 20:00, og ætlar rapparinn GKR að kíkja við í hljóðverið og ræða lagið Upp en rapparinn frumsýndi myndband við lagið í gær (14. nóvember) á Prikinu.

(Birnir kom fyrst fram á sjónarsviðið í byrjun árs með útgáfu lagsins Sama tíma og í kjölfarið sendi hann frá sér lagið Ekki swticha.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram