today-is-a-good-day

Átti soninn á baðherbergisgólfinu: „Þrusustykki eins og pabbi sinn“

Hjónin Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Systur og makar, og Haukur Unnar Þorkelsson eignuðust nýverið sitt annað barn, son. Fyrir eiga þau soninn Úlf Hreiðar, en 17 mánuðir eru á milli bræðranna.

Katla leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með meðgöngunni og fæðingu, en hún vildi láta reyna á heimafæðingu. Þegar hún var gengin sex daga fram yfir hreyfði ljósmóðir við belgnum.

„Ég sprengi belginn í einni hríðinni í lauginni en við fundum að ég hefði ekki alveg kraftinn í að koma honum í heiminn þar svo við færðum okkur inn á bað. Þar mætti hann í heiminn aðeins seinna eftir að ég hafði hangið utan á Hauki og við gerðum þetta saman! 55cm, 4830 gr og rétt tæplega 19,5 marka gaflari takk.

Þetta er þrusustykki eins og pabbi sinn, ansi ólíkur eldri brósa sem var þó nokkuð minni þó ekki vanti í hann kraftinn. Mér líður mjög vel þó ég sé alveg þokkalega bólgin og svona (enda fjandinn hafi það!!) Við erum að kynnast og hann er feitur, frábær og fullkominn. Við erum endalaust þakklát og rík og áttum okkur svo sannarlega á því að þessi kraftaverk eru ekki sjálfsögð … og nú eigum við tvö saman!“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Texti: Ragna Gestsdóttir

Auglýsing

læk

Instagram