Afhjúpar ljóta, allsbera gaurinn í Friends eftir áralanga leit

Todd Van Luling, blaðamaður á Huffington Post, hefur afhjúpað leikarann á bakvið ljóta, allsbera gaurinn í Friends; Ugly naked guy. Þið munið, þennan hérna:

Þrátt fyrir að það sé ekkert sérstaklega langt síðan Friends voru vinsælustu þættirnir í sjónvarpi þá hefur verið á huldu hver lék ljóta, allsbera gaurinn. Við munum samt öll eftir honum. Vinirnir töluðu um hann í fjölmörgum þáttum en hann sást yfirleitt ekki í mynd — eða þangað til Ross reyndi að leigja íbúðina hans og vingaðist við hann.

Þegar leit Luling að leikaranum hófst fletti hann einfaldlega upplýsingum upp á vefsíðum á borð við IMDB og Wikipedia. Þar kom fram að leikarinn Michael Hagerty hafi farið með hlutverk ljóta, allsbera gaursins. Þessi hérna:

FRIENDS -- "The One with Phoebe's Dad" Episode 9 -- Pictured: (l-r) Jennifer Aniston as Rachel Green, Michael G. Hagerty as Mr. Treeger (Photo by Alice S. Hall/NBC/NBCU Photo Bank via Getty Images)

Hagerty hafnaði hins vegar í samtali við Luling að hafa leikið þann allsbera. „Ég lék aldrei ljóta, allsbera gaurinn,“ sagði Hagerty en hann lék húsvörðinn herra Treeger í þáttunum.

Upplýsingarnar á IMDB eru yfirleitt réttar en stundum afar rangar. Að því sögðu, þá vil ég frekar vera þekktur sem herra Treeger en ljóti, allsberi gaurinn.

Luling hafði samband við fjölmarga framleiðendur, umboðsskrifstofur og aðra sem tengdust þáttunum. Enginn gat sagt honum hver lék þann allsbera. Eftir að hafa leitað í ár fann hann loksins manninn sem hann leitaði að. Hann heitir Jon Haugen.

Og hér er hann. Hvorki ljótur né allsber, heldur undurfagur:

573cd81c1600002a00f93ce9

Haugen segir í viðtali á Huffington Post að hann hafi skemmt sér konunglega í hlutverki ljóta, allsbera gaursins. „Þetta var besti tími lífs míns. Ég var maðurinn,“ segir hann.

Hlutverkið hans var ekki stórt og hann langaði að leika hann oftar. „Ég var að vonast til þess að vera fenginn til að leika hann oftar. Kannski getum við skapað einhverja stemningu og fengið alla saman á ný?“

Haugen ljóstrar upp að í frægu atriði með Ross, þar sem þeir áttu báðir að vera naktir, að hann var ekki einu sinni allsber. „Ég var í boxerum. Ég var svolítið feiminn vegna þess að 500 manns á settinu voru að fylgjast með ásamt tökuliðinu. En eftir svona tvær mínútur leið mér vel og það sama má segja um David Schwimmer. Við vorum á nærbuxunum og þau létu okkur líta út fyrir að vera naktir.“

Auglýsing

læk

Instagram