Anníe Mist, Katrín Tanja og Ragnheiður Sara takast á í beinni útsendingu: „Þetta þýðir stríð“

Crossfit-drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir munu etja kappi í beinni útsendingu frá CrossFit Reykjavík þegar æfingarnar í fimmta hluta Crossfit Open verða kynntar. Reikna má með því að nokkur hundruð þúsund manns muni fylgjast með útendingunni.

Crossfit Open er undankeppni heimsleikanna í Crossfit og er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum iðkendum opin. Fyrirkomulagið er þannig að allir þátttakandur fá í fimm vikur, eina æfingu á viku sem þeir eiga að framkvæma. Þetta gildir um alla, sama hvar í heiminum þeir eru.

Fimmta og síðasta æfingin verður því kynnt í Crossfit Reykjavík þann 22. mars. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er gríðarlega spennt fyrir keppninni ef marka má færslu hennar á Instagram. „Þetta þýðir stríð,“ skrifar Ragnheiður Sara með færslunni sem sjá má hér að neðan. 

Auglýsing

læk

Instagram