„Ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn drullar upp á bak og eyðileggur daginn fyrir manni“

Rapparinn Emmsjé Gauti segi smá fyndið að gefa út lag á degi eins og í gær þegar ríkisstjórnin féll. Þetta kemur fram á vef RÚV. Gauti sendi frá sér myndbandið lagið Hógvær í gær en myndbandið hefði eflaust vakið aðeins meiri athygli flesta aðra daga.

Gauti segir í samtali við RÚV að útgáfa myndbandsins hai verið eins og það hefði kviknað í skemmtistað á sama tíma og hann væri að reyna að skemmta fólki. „Það er auðvitað mjög skiljanlegt að það komi smá bakslag í áhorf á lag á svona degi,“ segir hann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn drullar upp á bak og eyðileggur daginn fyrir manni.

Myndband Gauta er engu að síður komið yfir 15 þúsund áhorf á Youtube og situr þar í sjötta sæti á lista yfir vinsæl myndbönd á Íslandi.

Auglýsing

læk

Instagram