Engin vandræði á flugvellinum þegar Eurovision hópur Íslands lagði af stað heim

Íslenski hópurinn sem tók þátt í Eurovision í ár lagði af stað heim til Íslands í morgun. Felix Bergsson segir að engin vandamál hafi verið fyrir hópinn að fara í gegnum eftirlit á flugvellinum í Tel Aviv. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Hatarar héldu á Palestínufánanum þegar atkvæði Íslands voru tilkynnt

Flugvél íslenska hópsins fór í loftið frá Ben Gurion flugvellinum á áttunda tímanum í morgun. Einhverjir bjuggust við veseni á heimleið hópsins en norskur dansari úr föruneyti söngkonunnar Madonnu sætti yfirheyrslum í tæpar tvær klukkustundir á flugvellinum í gær. Dansarinn Mona Berntsen bar Palestínu fánann á bakinu þegar hún dansaði með Madonnu á lokakvöldinu.

Á vef RÚV í morgun var greint frá því að það einu vandamálin sem komu upp voru tengd yfirvigt og þá var Klemens Hannigan kallaður upp í kallkerfi flugvallarins til þess að útskýra saumavél í ferðatösku sem var merkt honum.

Auglýsing

læk

Instagram