Frétt um ákvörðun Guðna að gefa frá sér launahækkun Kjararáðs fór í fyrsta sæti á Reddit

Frétt um ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, að hafna launahækkun kjararáðs fór í fyrsta sæti á vefnum Reddit í gær. Vefurinn er einn sá aðsóknarmesti í heimi en fréttin birtist á vefmiðlinum Iceland Magazine.

Myndband: Forsetinn ráði trommara á Bessastaði ef hann ætlar að halda áfram að slá á létta strengi

Kjararáð hækkaði laun æðstu embættismanna þjóðarinnar í byrjun síðustu viku. Laun for­seta Íslands hækka úr tæp­um 2,5 millj­ón­um króna á mánuði í tæp­ar þrjár millj­ón­ir.

Á blaðamannafundu þar sem Guðni tilkynnti að Sjálfstæðisflokkurinn fengi stjórnarmyndunarumboðið í kjölfar kosninganna um síðustu helgi var Guðni spurður út í launahækkunina. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á fundinum og sagðist ekki ætla að láta hækkunina renna í eigin vasa. Þá hvatti hann Alþingi til að vinda ofan af henni.

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.600 athugasemdir verið skrifaðar við fréttina á Reddit en milljónir heimsækja vefinn, sem er stundum kallaður forsíða internetsins, á hverjum degi.

Fjörugar umræður fara fram um ákvörðun Guðna en mörgum þykir heldur mikið rætt um Ísland á Reddit, miðað við að íbúar landsins séu aðeins 320 þúsund.

Auglýsing

læk

Instagram