Fyrsta plata Joey Christ í samstarfi við Sony kemur út á fimmtudaginn

Auglýsing

Fimmtudaginn 25. apríl kemur út þriðja breiðskífa Joey Christ sem heitir „Joey 2“. Platan er unnin í samstarfi við Martein Hjartarson, aka BNGR BOY en einnig syngur Floni inn á lagið 100p.

Er þetta fyrsta plata Joey Christ í samstarfi við Sony og má þar finna skírskotanir í íslenskan samtíma og poppmenningu auk þess að listamaðurinn leitar meira inn á við en áður. Smáskífa plötunnar „Jákvæður“ kom út síðasta föstudag og hefur síðan þá setið á topplistum á Spotify.

Joey Christ er hliðarsjálf Jóhanns Kristófers Stefánssonar en fyrsta lag hans, „Joey Cypher,“ var eitt vinsælasta rapplag Íslands frá upphafi og markaði það skýrt upphaf tímabils grósku sem ríkir nú í íslensku rappi. Á tveimur árum gaf Jóhann út tvær plötur undir nafni Joey Christ, hitaði upp fyrir heimsfrægu rapparana Young Thug & Migos, leikstýrði og gaf út tónlistarmyndbönd, bæði við eigin lög sem og annarra. Auk þess vann Joey Christ til tvennra verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2017.

Joey Christ er á lista hjá Les Fréres Stefson útgáfunni sem tilheyrir 101derland.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram