Guðmundur Sævar hættir sem varaþingmaður: „Í tilteknu matarboði drakk ég úr hófi“

Auglýsing

Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segir í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla að opinber staða sé ekki rétt vettvangurinn fyrir sig í dag. Hann biður um frið til að koma lífi sínu á réttan kjöl.

Sjá einnig: Varaþingmaður Flokks fólksins segist hafa hagað sér skammarlega og leitar sér hjálpar

Í umfjöllun um málið á vef Fréttablaðsins í gær kom fram að Guðmundur hafi verið mjög ölvaður í þingveislu á föstudag og áreitt þingkonur og maka þingmanna „með óviðeigandi strokum og snertingum“. Honum var vísað á dyr af starfsmanni hótelsins.

Yfirlýsing Guðmundar í heild

Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins.

Auglýsing

Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni.

Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki.

Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði.

Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram