Hæstiréttur Bandaríkjanna mun ekki endurskoða mál Brendan Dassey

Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að mál Brendan Dassey yrði ekki endurskoðað. Það er fjallað um mál Brendans í Netflix seríunni Making a Murderer en hann var dæmdur fyrir nauðgun og morð ljósmyndarans Teresu Halbach ásamt frænda sínum Steven Avery.

Brendan var 16 ára þegar hann játaði fyrir það að hafa ásamt frænda sínum nauðgað og myrt Teresu og brennt lík hennar á báli. Lögfræðingar hans vilja meina að hann hafi verið neyddur til þess að játa fyrir glæpina með erfiðum yfirheyrslum.

Þeir héldu því einnig fram að Brendan væri þroskaskertur og félagslega heftur og hefði ekki gert sér fulla grein fyrir því að hann væri að játa fyrir glæp sem að hann framdi ekki.

Sjá einnig: Ný þáttaröð af Making a Murderer væntanleg, fjallað um málið í víðara samhengi

Í þáttunum Making a murderer má sjá myndefni úr yfirheyrslum Brendan þar sem hann er látinn sitja í 48 tíma.

„Myndböndin úr yfirheyrslum Brendan sýna ringlaðan strák sem var blekktur af reyndum lögreglumönnum í það að samþykkja sögu sem þeir bjuggu til um það hvernig morðið á Teresu Halbach átti sér stað,” segja lögfræðingar hans.

Hæstiréttur útskýrði ekki hvers vegna mál Brendan Dasseys verði ekki endurskoðað. Lögfræðingar hans hafa sagt að þeir muni ekki gefast upp og að það séu enn einhverjir möguleikar fyrir hinn 28 ára Brendan.

Auglýsing

læk

Instagram