today-is-a-good-day

Hildur semur tónlistina fyrir framhaldsmynd Joker

Sellóleikarinn og tónskáldið eftirsótta Hildur Guðnadóttir mun sjá um tónlistina í væntanlegri framhaldsmynd hinnar stórvinsælu Joker, en Hildur hlaut einmitt Óskarsverðlaun fyrir tónlist fyrri myndarinnar árið 2020.

Samkvæmt umfjöllun Variety hefur Hildur þegar hafið vinnu við framhaldsmyndina, sem ber heitið Joker: Folie à Deux, en reiknað er með að myndin verði frumsýnd í október árið 2024. Joaquin Phoenix snýr aftur í aðalhlutverkið sem hann vann Óskarsstyttu fyrir og mun Lady Gaga fara með hlutverk Harley  Quinn í nýrri túlkun. Todd Philips snýr einnig aftur í leikstjórasætið.

Hildur hefur sérdeilis átt ferilinn farsælan síðustu misseri og þykir líklegt að hún fái Óskarsverðlaunatilefningu í ár fyrir tónlistina í Women Talking. Verðlaun gagnrýnenda (e. Critics Choice Awards) verða afhent 15. janúar við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá Óskarsræðu Hildar árið 2020:

Auglýsing

læk

Instagram